Velkomin á opnun í Jónshúsi
Föstudaginn 13. október kl. 18,00.
Fimm íslenskar listakonur sem allar búa í ólíkum löndum sameina sköpunarkraftinn í Jónshúsi.
Allir velkomnir 
Aðgangur ókeypis
Verið velkomin á opnun samsýningar í Jónshúsi á morgun, 13. október 2023, kl. 18.00.
Fimm íslenskar listakonur sem allar búa í ólíkum löndum sameina sköpunarkraftinn í Jónshúsi.
Listakonurnar, sem kalla hóp sinn Kvenna Listavef, eru þessar:
 
Hulda Leifsdóttir, Finnlandi,
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, Svíþjóð,
Lilja Björk Egilsdóttir, Hollandi,
Lind Draumland Völundardóttir, Íslandi,
Steinunn Helga Sigurðardóttir, Danmörku.
Þetta er önnur samsýning hópsins en áður hélt hann sýningu á Íslandi sumarið 2022.
Sköpun og lífsheimspeki hefur tengt listakonurnar saman frá upphafi. Þó að þær búi í ólíkum löndum tala þær vikulega saman á netinu og hafa gert síðan í júlí 2021. Samtölin eru þeim innblástur. Listakonurnar eiga sér ekki langa sögu saman heldur hafa kynnst við þessa vinnu. Vinátta þeirra er tilkomin vegna listarinnar og endurspeglar kvenlegan veruleika þar sem tilfinningar, líf og list renna saman.
Nánari upplýsingar um listakonurnar er að finna hér:
Verið velkomin á sýningaropnun föstudaginn 13. október klukkan 18.00 til 21.00 (Kulturnatten). Aðgangur er ókeypis.
Sýningin verður opin til 16. nóvember á opnunartíma Jónshúss.
Hann er sem hér segir: Frá þriðjudegi til föstudags kl. 11.00 til 17.00, og á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00 til 16.00.