• Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir. LÍÞ.
    Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir
    Jón og Ingibjörg giftust 1845. LÍÞ.
  • Ingibjörg Einarsdóttir. LÍÞ.
    Ingibjörg Einarsdóttir
    Eiginkona Jón Sigurðssonar frá 1845. LÍÞ.

Ingibjörg Einarsdóttir

Haustið 1845 voru  Ingibjörg  Einarsdóttir og Jón Sigurðsson gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá var hann 34 ára en hún 41 árs. 

Sama ár stofnuðu þau heimili í Kaupmannahöfn. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn áður en þau fluttu í íbúðina við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852, en þar bjuggu þau til æviloka.

Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn söfnuðust reglulega saman á heimili Ingibjargar og Jóns til að ræða málin og njóta gestrisni þeirra.

Sjá nánari upplýsingar um Ingibjörgu Einarsdóttur, meðal annars sendibréf með rithönd hennar, á vefnum jonsigurdsson.is