• ... og andi ljósið
    Opnun 12. maí 2023

11.5.2023

"...og andi ljósið"

"...og andi ljósið" er fyrsta myndlistasýning Huga Guðmundssonar, tónskálds. Titillinn er á færeysku og er úr ljóði Tórodds Poulsen "tá myrkrið køvir" sem Hugi hefur jafnframt samið kórverk við.
Myndirnar á sýningunni eru unnar úr ljósmyndum af ljósendurvarpi og eru hluti af rannsóknarvinnu fyrir stærra hljóð- og ljósinnsetningarverka sem Hugi er að vinna og fékk til þess styrk frá danska tónskáldafélaginu.


Opnunin er jafnframt útgáfuhóf fyrir nýjustu plötu Huga með verðlaunaverkinu "The Gospel of Mary". Því verður stutt listamannaspjall með Huga, Niels Brunse, öðrum textahöfunda verksins, undir stjórn Rie Koch, útvarpskonu á P2. Nánar má lesa um það hér: 
Boðið verður upp á léttar veitingar.