17.1.2023

50 ár frá eldgosi á Heimaey

Vestmannaeyjamessa

Esajas Kirke, Malmøgade 14, 2100 København

Í messunni minnumst við þess að 50 ár eru frá gosinu í Vestmannaeyjum.

  • Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari,
  • Jónas Ásgeir Ásgeirsson og Flemming Viðar Valmundsson leika á harmonikkur og leiða tónlistina.
  • Staka leiðir safnaðarsöng.

Allir velkomnir


50 ár frá eldgosi á Heimaey

Sunnudaginn 22. janúar kl. 14 (í beinu framhaldi af messunni í Esajas Kirkju)
Samverustund í Jónshúsi þar sem þessa atburða er minnst.

Dagskrá:

  • „Hófst í byrjun nætur á Heimaey“. Guðni Friðrik Gunnarsson segir frá sinni upplifun á gosnóttnni.
  • "Flóttinn frá Eyum" kynning á verkefni Ingibergs Óskarssonar, "1973 Allir í bátana", frásagnir Eyjamanna.
  • Gatan mín" hluti af verkefninu "Byggðin undir Hrauninu", Kirkjubæjarbrautin, húsin og íbúarnir í samantekt Gylfa Sigfússonar og Ingu Dóru Þorsteinsdóttur.
  • Kaffi og pönnukökur til sölu gegn vægu gjaldi.

Allir hjartanlega velkomnir.

Nánar um viðburðinn hér.