• Halla Helgadóttir

31.3.2016

Að hanna framtíð

Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku er fyrir allar íslenskar konur sem eru þátttakendur í atvinnulífinu.

 

Markið Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku er að:
Að skapa öflugt tengslanet kvenna með það markmið að sameina konur í atvinnulífinu og um leið auka sýnileika og tækiifæri kvenna.

Hér er að finna frekari upplýsingar um FKA - DK.

Síðustu fundir hafa verið haldnir í Jónshúsi og hefur þátttaka verið mjög góð.  Gestur síðasta fundar var Þorbjörg Hafsteinsdóttir.  Hér linkur inn á myndir frá síðasta fundi.

Gestur næsta fundar er Halla Helgadóttir sem er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Hönnunarmiðstöð Íslands er kynningar- og upplýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun og arkitektúr innanlands og erlendis með það meginhlutverk að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt.

 Halla mun flytja erindi undir yfirskriftinni "Að hanna framtíð".

Sjáumst hressar þann 7. apríl.

Miðaverð 150 kr.
Skráning með greiðslu 
https://billetto.dk/da/a-hanna-framt