• Falki-stor

27.10.2023

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Verið velkomin á aðalfund Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, föstudaginn 27.október kl. 17.30 - 18.30 í Jónshúsi, Øster Voldgade 12.
Aðalfundastörf samkvæmt samþykktum félagsins. Meðal annars verður hægt að bjóða sig fram í stjórn og nefndir svo og í starfshópa t.d. í sambandi við skötuveislu, þorrablót og 17.júní skemmtanir sem eru okkar stæðstu viðburðir. Íslendingafélagið stendur einnig fyrir spilakvöldum, bjórkvöldum, jóla- og páskabingóum.Okkur langar að ná meira til unga fólksins hér í Kaupmannahöfn og þess vegna væri gaman að fá unga einstaklinga með okkur í lið, hvort sem er í stjórn eða vinnuhópa til að koma með nýjar og ferskar hugmyndir inn í félagið.

Það er virkilega gefandi og gaman að starfa fyrir Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn.Í stjórn og nefndum eru núna 10 einstaklingar á öllum aldri. VIÐ BJÓÐUM UPP Á PIZZUR OG DRYKKI Á FUNDINUM.

Strax á eftir fundinum verður svo hin vinsæla Icelandair félagsvist sem allir geta tekið þátt í.