29.4.2024

Birgir Thor Möller hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2024

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 25. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Hátíðarræðu flutti að þessu sinni Gyða Guðmundsdóttir, yfirmaður samfélagsmiðlatengsla hjá AECO.


Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2024 féllu í hlut Birgis Thors Möllers, kvikmyndafræðings og menningarmiðlara. Verðlaunin hlaut Birgir Thor fyrir framlag sitt til kynningar á íslenskum bókmenntum og kvikmyndum. Með því hefur hann aukið veg íslenskrar menningar í Danmörku.



Verðlaunin hafa áður hlotið:

  • 2023: Herdís Steingrímsdóttir hagfræðingur
  • 2022: Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur
  • 2021: Auður Hauksdóttir, prófessor emerita
  • 2020: Böðvar Guðmundsson, rithöfundur, ljóðskáld, leikskáld og fv. kennari
  • 2019: Vibeke Nørgaard Nielsen, rithöfundur og fv. kennari
  • 2018: Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður
  • 2017: Annette Lassen rannsóknardósent
  • 2016: Dansk-Islandsk Samfund
  • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri
  • 2014: Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur
  • 2013: Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari
  • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus
  • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
  • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri
  • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi
  • 2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.