15.8.2019

Bókakynning - Úrval ljóða

Verið velkomin á ljóðabókakynningu Dansk íslenska félagsins í Jónshúsi.

Aðgangur ókeypis.
Viðburðinn fer fram á dönsku og íslensku.

Sigurlín Sveinbjarnardóttur formaður Dansk íslenska félagsins flytur erdindi á íslensku.

Pia Tafdrup og Sigríður Helga lesa upp úr þessari nýútkomnu bók.

_________________________________________________________

Dansk íslenska félagið var stofnað fyrir rúmum 100 árum í þeim tilgangi að undirbúa fullveldissamning milli Danmerkur og Íslands. Í gömlu lögunum, sem eru enn í gildi, eru helstu markmið þessi; að efla þekkingu, auka málskilning og kynna menningu milli Danmerkur og Íslands. Ný stjórn hefur ákveðið að snúa sér til breiðs hóps fólks, allt frá skólafólki til eldri kynslóða. Í þeim tilgangi hefur hún valið að gefa út og kynna gott úrval af ljóðum Piu Tadfdrup í tvímála bók, þar sem skáldið Sigríður Helga Sverrisdóttir hefur þýtt 80 ljóð og er það í fyrsta sinn sem ljóð Tafdrup eru þýdd á íslensku.
Pia Tafrup hefur átt sess meðal virtustu skálda í Danmörku og á Norðurlöndum og er handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk fjölda annarra verðlauna. Ljóð hennar eru lostafull, erótísk og tilvistarsinnuð með sterku og fögru myndmáli.

Dansk Islandsk Samfund