7.11.2023

Býr bók í þér ?

Einar Leif Nielsen rithöfundur verður með erindi í Jónshúsi.

Hefur þú velt fyrir þér hvað þarf til að skrifa bók eða jafnvel reynt. Í þessu erindi mun Einar Leif Nielsen, rithöfundur, fjalla um þætti ritlistarinnar sem snúa meðal annars að uppbyggingu sögu og persónusköpun.
Einar hefur gefið út þrjár skáldsögur, Hvítir múrar borgarinnar 2013, Sýndarglæpir 2020 og Silfurfossar árið 2021. Sýndarglæpir vann handritasamkeppnina Eyrað á vegum Storytel árið 2019. Einar hefur einnig gefið út meira en tuttugu smásögur og hafa tvær þeirra verið þýddar á þýsku. Hann lauk meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands 2017 og í hagnýtri stærðfræði frá DTU 2006. Í dag býr Einar ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn þar sem hann starfar.
Hægt verður að kaupa kaffi, íslenskt konfekt, bjór og léttvín á vægu verði.Allur ágóði rennur til Hafnarbræðra.
Skráning á viðburð hér: