UMMERKI - SJÁNALEG SPOR
Formleg opnun sýningar Maríu Kristínar H. Antonsdóttur.
Laugardaginn 1. apríl kl 13.00-15.00.
Á sýningunni má aðalega sjá nýjustu verk Maríu, en þau eru gerð með svokallaðri koparþrykk aðferð þar sem María vinnur með efnið á óhefðbundinn hátt.
María sækir innblástur frá Íslandi og á sýningunni Ummerki. Sjáanleg Spor, hefur María m.a. unnið með þurrkaða náttúru úr garði ömmu sinnar. Í gegn um listina, skoðar María hvernig bæði náttúra og samfélag hefur áhrif á sjálfsmynd og öfugt. Hún vinnur ekki í einum miðli, en hefur m.a. unnið með gjörninga, ljósmyndir, myndskeið, texta og hljóð.
María Kristín H. Antonsdóttir (f. 1990) er búsett í Danmörku og stundar nám á Mastersstigi við Listaháskólann á Fjóni.
Hlakka til að sjá ykkur
Allur aðgangur er ókeypis
Nánar um listamanninn hér.
Sýningin er opin 2. apríl - 10. maí 2023 á opnunartíma í Jónshúsi, þri - fös 11 - 17 & lau - sun 10 - 16