9.12.2020

Fjallkonan fríð

Sigrún Eldjárn sem nú er fræðimaður í Jónshúsi opnaði sína þriðju einkasýningu í Jónshúsi á laugardaginn 5. desember.

Ekki var um hefðbunda opnun að ræða, Sigrún Eldjárn var á staðnum bæði laugardag og sunnudag og tók á móti gestum.

Sjá myndir frá opnun hér .

Í ár er fjallkonan okkar sem er viðfangsefnið. Hún er hér sýnd í ýmiss konar óvæntu ljósi.
Um er að ræða myndir unnar með blýanti og vatnslitum á pappír.

Myndirnar eru til sölu og allar gerðar á árinu 2020. Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss.

Sigrún Eldjárn er einn vinsælasti barnabókarithöfundur Íslands í Jónshúsi er til mikið af bókum hennar. Meðan hún dvelur í Jónshúsi undirbýr hún nýja bók um hann Kugg sem nú skottast um Kaupmannahöfn með Málfríði og mömmu hennar.

Fyrsta sýning Sigrúnar í Jónshúsi var árið 1984 þá sýndi hún grafíkmyndir.
Vorið 2017 voru það vatnslitamyndir þar sem viðfansefnið voru þau heiðurshjón Ingibjörg Einarsdóttir og Jón Sigurðsson auk nokkurra mynda sem fjölluðu um Bertel Thorvaldsen.
Myndir frá opnun sýningar.