8.11.2022

Fjóla Jóns sýnir í Jónshúsi

Þér og þínum er boðið á opnun myndlistar sýningarinnar Töfrar.
Boðið verður upp á léttar veitingar, lifandi tónlist og notalega stemningu.
Fjóla Jóns opnar sýninguna Töfrar í Jónshúsi Øster Voldgade 12, Copenhagen, þann 12. nóvember klukkan 16.00 – 19.00. Öllum er velkomið að mæta.
Formleg opnun hefst kl.16:30 þar sem Halla Benediktsdóttir flytur ávarp og Arnar Hrafn Árnason flytur lifandi tónlist
Verkin eru eru öll abstrakt-expressjónísk, unnin með akrýl og olíu, innblásin af töfrum náttúrunnar, litagleðinni og líðandi stundu.
Sýningin opnar 12. nóvember og stendur til 30. nóvember.
Sýningin er tileinkuð minningu Gunnhildar Líndal, frænku Fjólu. Opnun sýningarinnar er á afmælisdegi Gunnhildar sem hefði orðið 42 ára þann
12. nóvember, en hún var fædd árið 1980.
Návist Gunnhildar fylgdu alltaf einhverjir töfrar kátínu og gleði. Gunnhildur var ein af þessum manneskjum sem var alltaf að gera eitthvað skemmtilegt enda var hún hæfileikarík á mörgum sviðum og var því alltaf tilhlökkun að hitta hana.
Gunnhildur Líndal lést í bílslysi þann 26. febrúar 1998.
Fjóla Jóns er fædd og uppalin í Keflavík, en er búsett í Kaupmannahöfn í dag. Fjóla hefur stundað myndlist í þrjá áratugi og er þetta 20. einkasýning hennar ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga með öðrum listamönnum. Fjóla nam myndlist við Myndlistarskólann í Reykjavík, ásamt því að hafa verið undir handleiðslu margra frábærra listamanna og má þar einna helst nefna Kjartan Guðjónsson og Reynir Katrínar.