• Halla Benediktsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannesson og Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir
  • Forsætisráðherra Íslands

13.9.2016

Forsætisráðherra Íslands í Jónshúsi

Forsætisráðherra Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, og eiginkona hans, Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir, heimsóttu Jónshús í dag. Forsætisráðherra hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn í Danmörku sem lauk með stuttri viðkomu í Jónshúsi.

Það var gaman að taka á móti ráðherranum og fylgdarliði. Umsjónarmanni gafst tækifæri að segja frá húsinu og því fjölbreytta starfi sem þarf fer fram. Og í lokin gæddu gestir sér á fiskifrikadellum og rúgbrauði frá Vigdísi í Boutique Fisk.

50 ár eru liðin frá því að Carl Sæmundssen færði Alþingi Jónshús að gjöf. Síðan þá hefur húsið verið fastur og mikilvægur liður í lífi margra Íslendinga sem búa í Kaupmannhöfn. Einnig er þó hópur Íslendinga sem ekki þekkir til hússins, hvorki sögunnar né starfseminnar. Því er stöðugt mikilvægt að halda nafni Jónshúss á lofti. Það gerum við meðal annars með því að taka á móti góðum gestum og kynna söguna og starfsemina, enda eru allir velkomnir í Jónshús.  

 

 

Í för með ráðherranum voru Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir, eiginkona ráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra, Ágúst Bjarni Garðarsson og Kristín Hjartardóttir aðstoðarmenn ráðherra.  Frá íslenska sendiráðinu Kaupmannahöfn komur þeir Benedikt Jónsson sendiherra og Veturliði Stefánsson, staðgengill sendiherra.