17.3.2019

Fræðimaður segir frá þriðjudaginn 19. mars kl. 17:30.

Gisli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. 

Hann dvelur nú í Jónshúsi og vinnur að rannsókn á örlögum síðustu geirfuglanna sem talið er að hafi fallið í Eldey vorið 1844. Innyfli fuglanna eru á Dýrafræðisafninu við Universitetsparken. Gísli reynir að varpa nýju ljósi á síðustu fuglaferðirnar í Eldey með athugun á handritum í Cambridge og Kaupmannahöfn. 


Meðal verka Gísla er bókin um Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér“ sem þýdd hefur verið á dönsku, ensku og frönsku.

Aller velkomnir

Aðgangur ókeypis