Fram fyrir sólina
Fram fyrir sólina er yfirskrift tónleika þar sem frumflutt verður samnefnt verk.Það eru fiðluleikarinn Laufey Sigurðardóttir og hörpuleikarinn Elísabet Waage sem leika þessa nýju tónsmíð sem Daninn Hans-Henrik Nordström samdi fyrir þær. Innblástur verksins er þegar Venus fór fram fyrir sólina árið 2004.
Auk þessa glænýja verks mun dúóið flytja Íslenska svítu Jórunnar Viðar sem samið var á þjóðhátíðarárinu 1974. Einnig leika þær Svipbrigði Kolbeins Bjarnasonar sem hann skrifaði fyrir þær 2024. Þar er svipbrigðum í frönskum barokkteikningum lýst í tónum.Einnig munu hljóma nokkur íslensk sönglög og þjóðlög útsett fyrir dúóið af Tryggva Baldvinssyni.
Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis
