• Boggubrons

3.5.2016

Fréttabréf

Fjölbreytt dagskrá framundan

 

Mömmumorgun, Sunnudagsbröns, Vinnustofa í samningartækni, Hálendið, fjársjóður Íslands og helsta aðdráttarafl, Prjónakaffi, Guðsþjónusta og Hvítasunnukaffi.

Fimmtudagur 5.maí

Mömmumorgun

Opið hús, Klukkan 10:00 til 12:00.

Íslenskar mæður/feður ætla hittast með ungbörnin sín. 
Allir velkomnir.
Nánar um hópinn er að finna hér.


Sunnudagur 8.maí

Sunnudagsbröns með íslenskuívafi

Klukkan 11:00 til 14:00.

Síðast var uppselt - til að tryggja sem pláss þarf að greiða til og með 4. maí.

Á hlaðborðinu verður meðal annars: 

Nýbakað seytt rúgbrauð, íslenskur reyktur lax, íslenskt smjör, flatkökur með hangikjöti, pönnukökur, skyr, SS pylsur, síld, heimabakað brauð og fleira og fleira. 
Verð,hlaðborð, kaffi/te og ávaxtasafa er 130 kr.
Börn 6-12 ára 60 kr.
Frítt fyrir börn 5 ára og yngri.

Mobilpay 2122 3404 eða leggja inn á reikning, reg.nr. 5338 kontonr. 0247 204.

Boggubrons


Þriðjudagur 10.maí

Vinnustofa í samningatækni

Klukkan 12.00 - 18:00.
Skráning og nánar um viðburðinn hér.


Fimmtudagur 12. maí

"Hálendið, fjársjóður Íslands og aðdráttarafl"

Klukkan 17:00 til 19:00.
Aðgangur ókeypis.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor hefur undanfarin ár rannsakað landslag á Íslandi og sérstaklega á hálendinu; hvað einkennir landslagið á hálendinu, hvernig má flokka það og hvernig er það í samanburði við önnur svæði í heiminum? 

Þetta mun Þóra Ellen fjalla um í Jónshúsi fimmtudaginn 12. maí n.k. kl. 17.00. Þóra Ellen mun skýra mál sitt með ljósmyndum sem hún sjálf hefur tekið.

6c62e9f1d7a3cb312e64fac82599667f

Nánar um viðburðinn hér.


Prjónakaffi í maí

Klukkan 19:00 til 22:00.

Aðgangur ókeypis.

Allir velkmomnir.

Kaffi og kaka 25 dkr.

IMG_3870

 

Prjónakaffið er fyrir ALLA sem áhuga hafa á handavinnu. 
Vantar þig aðstoð með handavinnuna? Þá er um að gera að mæta, mikið að færum handavinnukonum sem veita gjarnan aðstoð.

Skráning og nánar um viðburðinn hér.


Föstudagur 13.maí

Jónshús vekur athygli á að,

 KARLAKÓR KFUM HEIMSÆKIR DANMÖRKU

Karlakór KFUM á Íslandi heldur nokkra tónleika í Danmörku 13.-16. maí 2016. Kórinn heimsækir slóðir sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi.

 Fluttir verða trúarlegir söngvar og sálmar eftir íslenska og erlenda höfunda.

Föstudagur 13. maí kl. 18-19: 
Vorið góða - Vortónleikar Karlakórs KFUM í Páls kirkju í Kaupmannahöfn.

Laugardagur 14. maí kl. 16-16.30: 
Karlakór KFUM syngur í Hillerød kirkju til heiðurs Felix Ólafssyni kristniboða.

Mánudagur 16. maí (2. í hvítasunnu) kl. 14-15: 
Þátttaka í hátíðarmessu í Páls kirkju í Kaupmannahöfn. Kórinn syngur tvö lög.

Aðgangur að tónleikunum á föstudag og öðrum viðburðum er öllum heimill og án endurgjalds.

Karlakór KFUM var stofnaður í október 1912 og endurvakinn í febrúar 2009. Í 
kórnum eru um 40 karlar. Stjórnandi er Laufey Geirlaugsdóttir og píanóleikari er Ásta Haraldsdóttir.


Mánudagaur 16.maí - 2. í hvítasunnu

Íslensk guðsþjónusta og hvítasunnukaffi, nánar auglýst síðar.


Þriðjudagur 17.maí

Kaffispjall í Jónshúsi

Klukkan 11:30 til 13:00.
Íslendingar í atvinnuleit hittast og spjalla. 
Allir velkomnir.