27.9.2016

Fréttabréf Jónshúss

 

Miðvikudagur 28. september

Fræðslufundur

Á morgun miðvikudag kl.15:30 fær hópurinn Íslendingar í atvinnuleit i Danmörku góðan gest, Björg Magnúsdóttir verður með fyrirlestur og að honum loknum verða  umræður.  Björg hefur starfað sem starfsmanna- og skrifstofustjóri í stóru þjónustufyrirtæki í Danmörku í rúmlega 10 ár og hefur mikla reynslu af ráðningarferlinu í Danmörku. Hún hefur leiðbeint við gerð atvinnuumsókna, uppfærslur á ferilskrám, og um umsóknatækni. 
Vonandi geta sem flestir mætt í Jónshús og fengið aðstoð og hvatningu.

Allir velkomnir


Fimmtudagur 29. september

Mömmumorgun

Alla fimmtudaga frá klukkan 11:00 - 14:00 hittast verðandi mæður og mæður með litlu krílin sín. Allir velkomnir 

Nánar um viðburðinn hér. 


Föstudagur 30. september

Spilavist - Icelandair - vist

Spilavist-2016

 

ICELANDAIR-vistin (félagsvistin) hefst að nýju föstudagskvöldið 30. september, stundvíslega kl. 19:30, í Jónshúsi. Aðalvinningur vetrarins að þessu sinni er gjafabréf frá ICELANDAIR að verðmæti 3.500 DKK. 

Takmarkaður fjöldi þátttakenda og nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku, eigi síðar en miðvikudagskvöldið 28. september, með því að senda tölvupóst á netfangið: vistdk@gmail.com

Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.


Sunnudagur 2.október

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskoli2okt[6]-kopi