29.11.2018

Fullveldinu fagnað á Norðurbryggju

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins fer fram vegleg hátíðardagskrá á Nordatlantens Brygge laugardaginn 1. desember 2018 frá kl. 15-20.

Hátíðardagskráin er sniðin að öllum aldri og munu nokkrir af ástsælustu skemmtikröftum íslensku þjóðarinnar stíga á stokk.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

Hér að neðan má sjá tímasetningar og dagskrá dagsins
í heild sinni, en hún fer fram vítt og breytt um bygginguna.

Salur - Vest– Efsta hæð til hægri 

14:30 Húsið opnar
 
15:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar gesti frá Bessastöðum
 
Fullveldiskórinn, sameinaður kór Stöku, Kvennakórsins, Dóttur og Hafnarbræðra flytur íslenska þjóðsönginn. 
 
Sendiherra Íslands, Benedikt Jónsson, býður gesti velkomna
 
Fullveldiskórinn, sameinaður kór Stöku, Kvennakórsins, Dóttur og Hafnarbræðra flytur nokkur lög
 
Bertel Haarder þingmaður og fv. menntamálaráðherra flytur ávarp
 
16:30 JóiPé X Króli rappa á íslensku 

JóiPé X Króli
18:00 Uppistand Dóra DNA og Sögu Garðarsdóttur 

Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA
 
19:00 Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar og Snorri Helgason flytja ljúfa tóna

Sigríður Thorlacius
 

Salur - Øst – Efsta hæð til vinstri

15:00 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar gesti frá Bessastöðum
 
16:00 Ævar vísindamaður- STÓRHÆTTULEGUR UPPLESTUR
Ævar Þór les upp úr nýjustu bókinni sinni, Þitt eigið tímaferðalag, þar sem áhorfendur munu ráða hvort upplesturinn endi ægilega vel, eða hrikalega illa!
Ævar vísindamaður 
17:15 Ævar vísindamaður – SUBBU OG SÓÐALEGAR TILRAUNIR
Brettið upp ermar því Ævar vísindamaður ætlar að blanda slím og gera reykfylltar sápukúlur!

Íslenskuskólinn í Jónshúsi sýnir vatnslitamyndir skólabarna, unnar undir yfirskriftinni ,,Hugsað heim til Íslands”

Teikniverkstæði fyrir börn
 
Sýningarsalur á jarðhæð og 2. hæð (1. sal)
Sýningin HÁTT OG LÁGT – Samtímalist frá Íslandi. 
Sýnd eru verk frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag eftir ellefu samtímalistamenn frá Íslandi sem vinna með ólíka miðla
16:00 Heiðar Kári Rannversson, sýningarstjóri Hátt og lágt, býður uppá leiðsögn um sýninguna
 

3.    hæð (2. sal)
15:00-19:00 Sýndarveruleikasýning frá Skotta Film – Ísland á fullveldisárinu 1918
16:00 – 18:00 íslenskur pönnukökubakstur

Jólasveinaland – Styttur af jólasveinunum 13 ásamt Grýlu og Leppalúða

Sendiráð Íslands, Strandgade 89

16:00-18:00 Sýningin Íslenska lopapeysan – Uppruni, saga og hönnun

16:00 ,,Solar surface” -  Ljósakróna Ólafs Elíassonar tendruð

15.00-20:00 Videoverki Ólafs Elíassonar varpað á framhlið sendiráðsins

Sendiráðið býður upp á kaffi og léttar veitingar frá kl. 16 á efstu hæð og 2. hæð (1. sal), ásamt pönnukökum á 3. hæð (2. sal).