5.2.2020

Garnaflækjan 10 ára

Fyrsti fundur Garnaflækjunnar var haldinn 6. febrúar 2010 á kaffihúsi á H.C. Ørstedsvej.
Eftir þann fund hafa allir fundir Garnaflækjunnar verið haldnir í Jónshúsi.

Hér eru nokkrar myndir frá afmælisfundi Garnaflækjunnar. Hugmyndin er að fagna þessum 10 ára áfanga vel og föstudaginn 3. apríl verður hátíðarfundur og í haust er á dagskrá að fara í stutt prjóna/handavinnuferðalag.

Garnaflækjan hittist alltaf fyrsta þriðjudag í mánuði og eru allir velkomnir sem hafa áhuga á handavinnu.

Hér er að finna nokkrar myndir.