12.9.2023

Gígí Gígja sýnir í Jónshúsi

Laugardaginn 9. september var formleg opnun sýningar Gígí Gígju ”Líf”. Myndir hennar eru málaðar með olíu á striga. Gígi Gígja er sjálfmentuð listakona sem ólst upp í Reykjavík á sjöunda áratugnum, en hefur um langt skeið búið í Kaupmannahöfn. Á sýningu hennar „Líf“ má finna blöndu af blómalífi, dýralífi, og fólki í augnhæð, þar sem lífinu er lifað. 

 Nánari upplýsingar um listakonuna er að finna hér. 

Sýningin er opin frá 9. september til 12. október 2023 á þeim tíma sem Jónshús er opið, sjá hér .