5.1.2021

Yfirlit yfir starfsemi og viðburði í Jónshúsi 2020

Starfið í hófst með krafti. Spennandi ár var í vændum þar sem fagna átti 50 ára starfsafmæli hússins þann 12. september. En margt fór öðruvísi en ætlað var. Hér fylgir yfirlit um það helsta sem gerðist á árinu.

Starfið fór vel af stað og fyrstu mánuði var allt í föstum skorðum og nóg um að vera. En svo kom veiran og þann 12. mars var húsinu lokað í samræmi við tilmæli frá forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen. Starfsemin lág alveg niðri í 6 vikur. Jónshús opnaði að nýju 28. apríl, en með takmörkunum í takt við fyrirmæli yfirvalda varðandi fjölda, fjarlægð og hreinlæti.

Að loknu sumarfríi fór starfsemin hægt af stað og með takmörkunum. Engu að síður fór mikið af fastri starsemi í gang. Þann 28. október tóku hertari aðgerðir gildi m.a. voru fjöldatakmarkanir hertar og nú máttu aðeins tíu koma saman. Þetta hafði áhrif á starfsemina, en þó ekki jafn mikil og um vorið. Nú var t.d. skólinn undanþeginn takmörkunum og auk þess var veitt undanþága fyrir kóra. Frá 10. desember var enn hert á aðgerðum með eim afleiðingum að allri

starfsemi hússins hefur verið aflýst eða frestað. Eina fasta starfsemin í lok ársins voru AA fundir.

 

Föst starfsemi í húsinu var (og er) sem hér segir:

 

  • fimm kórar æfa vikulega í húsinu
  • íslenskukennsla er hvern laugardag en hún féll niður í mars og hófst að nýju í ágús
  • AA fundir eru alla sunnudaga
  • sunnudagaskóli annan hvern sunnudag
  • opið hús Heldri Borgara alla miðvikudaga
  • prjónakaffi fyrsta þriðjudag í mánuði
  • Íslendingafélagið stendur fyrir spilavist einu sinni í mánuð
  • nýtt í ár er Krílasöngur sem er á þriðjudögum, fyrir börn og foreldra

 

Auk fastrar starfsemi var eftirfarandi á dagskrá hússins

 

  •  Í janúar var boðið upp á námskeið í Mindfulness.
  • Handbolta landsleikur í beinni, Ísland – Danmörk, jafnframt fjáröflun karlakórsins Hafnarbræðra.
  • Kjartan Viktor Ragnarsson með opinn miðilsfund.
  • Söngvakeppni í beinni, Eurovision, jafnframt fjáröflun kvennakórsins Dóttur.
  • Sunnudagskaffi í febrúar, mars og okróber, fjárölun kóranna í Jónshúsi.
  • Þann 9. febrúar var Þorrablót Heldri borgara haldið í Jónshúsi.
  • · Sumarfundur FKA – DK þann 19. júní.
  • Lilja Árnadóttir fræðimaður hélt erindi á opnu húsi Heldri borgara „Spor miðalda í íslenskum útsaumi“.
  • Heldri Borgarar buðu upp á plokkfisk annan miðvikudag í október, vakti það mikla lukku og komust færri að en vildu.
  • Strákarnir í FC Ísland fengu húsið lánað til að sýna fótlboltaleik í beinni – áhugi var mikill, færri komust að en vildu vegna fjöldatakmarkanna. Íslands og Englands fótbolta.
  • Í febrúar fagnaði prjónaklúbburinn Garnaflækjan 10 ára starfsafmæli. Stofnendur klúbbsins mættu á svæði og sögðu frá hugmyndinni að baki Garnaflækjunnar. Þær Sveinbjörg Kristjánsdóttir og Guðrún Gísladóttir.
  • Þann 8. mars var haldið upp á baráttudag kvenna. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn bauð upp á léttan kvöldverð og voru m.a. tvö erindi flutt. Helga Hauksdóttir, sendiherra í Kaupmannahöfn, hélt erindið „Starf utanríksþjónustunnar á jafnréttissviðinu“ og fræðimaður í Jónshúsi, dr. Arndís S. Árnadóttir, hönnunnarsagnfræðingur, hélt erindið „ ... að kenna íslenskum konum iðnað“.

  • Í vor auglýsti Íslenski söfnuðurinn í Danmörku eftir umsóknum um stöðu sóknarbrest. Sigfús var ráðinn og var hann fyrsta embættisverk að skíra lítla stúlku á heimili Ingibjargar og Jóns. Sr. Sigfúss skýrði dreng á heimili Ingibjargar og Jóns.

 

 

 

Kórarnir í Jónshúsi

Kvennakórinn er hér alla mánudaga og eru búnar að vera með aðstöðu í Jónhúsi yfir 20 ár, kórstjóri er María Ösp Ómarsdóttir. Á miðvikudögum er mikið sungið, fyrst mæta strákarnir í Hafnarbræðrum sem voru að hefja sitt þriðja starfsár undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttir. Síðan koma stelpurnar í Dóttur sem eru búnar að vera hér í fimm ár, í ár fengu þær nýjan stjórnanda, Eyrúnu Ingu Magnúsdóttur. Kammerkórinn Staka æfir á fimmtudögum og hefur gert undanfarin tíu ár. Í Stöku eru ekki eingöngu Íslendingar og kórstórinn þeirra er færeyingurinn Tóra Vestaergaard. Á laugardögum er ört stækkandi barnakór sem hefur verið starfræktur í tvö ár undir leiðsögn Sólveigar Önnu Aradóttur og í ár bættist María Ösp Ómarsdóttir við sem kórstjóri.

Töluverð hreifing er á meðlimum kóranna og á hverju hausti er auglýst eftir nýju fólki. Hafnarbræður fóru nýja leið í haust þegar þeir auglýstu eftr nýjum meðliðum með opnu húsi og bjór og voru viðtökur mjög góðar.

Sýningar á sal

Hulda Sif Ásmundardóttir ljósmyndri setti upp sýningu sem bar heitið „Móðurhlutverkið“. Ekki náðist að halda formlega opnun vegna fjöldatakmarkanna. Sýningin var á sal Jónshúss frá 20. apríl til 30. júní.

Laugardaginn 1. ágúst var opnun á samsýningu Elísabetar Olku og Unu Gunnarsdóttur „"List Libaratis" sem samanstóð af pappírsverkum sem unnin voru með blandaðri tækni. Sýning stóð til 21. ágúst.

Þann 22. ágúst var formlega opnuð sýning Ingu Dóru „Náttúrudraumar“ á akrýl- og vatnslitamyndum. Sýning Ingu Dóru stóð til 10. september.

Sýning Inonu Sjafnar „Aðdáun“ var formlega opnuð 17. október sýnd voru grafísk textilverk. Sýning Ionu Sjafnar stór til 27. nóvember

Sigrún Eldjárn sem var fræðimaður í Jónshúsi opnaði þriðju einkasýningu hennar í húsinu, „Fjallkonan fríð“, á sal Jónshúss helgina 5. og 6. desember. Sýndar eru vatnslitaðar teikningar. Vegna fjöldtakmarkanna var um óformlega opnun sýningar Sigrúnar ræða. Sýningin stendur yfir til 31. janúar 2021.

Heimsóknir og hópar

Lítið var um ferðamenn í ár, en í upphafi árs komu þó nokkrir hópar í húsið. Það sem eftir lifði ársins var lítið um hópa en þó komu hingað tveir í nóvember sem vert er að nefna. Selskabet for Københavns Historie hélt hér aðalfund, þar sem umsjónarmaður tók á móti hópunum og sagði frá starfseminni í húsinu og sýningunni „Heimili Ingibjargarog Jóns“. Gaman er að segja frá því að þátttakendur hópsins voru mjög ánægðir með heimsóknina og sögðu að heimili Ingibjargar og Jóns í Jónshúsi væri falin perla í miðri Kaupmannahöfn.

Fræðimenn í Jónshúsi

Eins og undanfarin ár fengu 22 fræðimenn úthlutað íbúð til dvalar í húsinu. Sökum aðstæðna gátu þó eingöngu 16 þeirra dvalið í húsinu.

Jónshús í 50 ár

Þann 12. september 2020 átti Jónshús 50 ára starfsafmæli. Til að vekja athygli á því sem gert hefur verið á undanförnum 50 árum hefur umsjónarmaður Jónshúss póstað brotum úr sögu Jónshúss á facebooksíðu Jónshúss. Því miður varð að fresta afmælishátíðinni en gert er ráð fyrir að halda upp á afmælið áður en húsið verður 51 árs. Umsjónarmaður mun áfram halda að nýta sér facebooksíðu Jónshúss til að birta brot úr sögu hússins.

Jónshús á samfélagsmiðlum

Fylgjendum á samfélagsmiðlum fjölgar jafnt og þétt og er gaman að sjá hvað margir eru að fylgjast með því sem fram fer í húsinu. Nú eru yfir 3000 fylgjendur á facebooksíðu Jónshúss og tæplega 800 fylgendur á Instagram.

Um leið og við þökkum fyrir liðið ár sem var með rólegra móti, óskum við notendum hússins, og fylgjendum á samfélagsmiðlum sem eru bæði hér í Danmörku og á Íslandi og öllum öðrum, farsældar á árinu sem var að byrja og vonumst eftir að starfsemin haldi áfram að blómstra