25.4.2022

Gunnar Þór Bjarnason hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2022

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í dag, 21. apríl, á sumardaginn fyrsta. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Aðalræðumaður að þessu sinni var Berglind Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Norrænu ráðherranefndinni.


Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2022 féllu í hlut Gunnars Þórs Bjarnasonar sagnfræðings. Gunnar Þór hefur með rannsóknum sínum og ritverkum lagt fram markverðan skerf til aukinnar þekkingar og skilnings á sögu Íslands. Rannsóknir hans hafa m.a. tengst sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og öðrum þáttum í samþættri sögu Íslands og Danmerkur á 19. og 20. öld.