19.4.2016

Hátíð Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2016, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á lofti verkum hans og hugsjónum.

Dagskrá:

 

  • Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setur hátíðina.
  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn flytur íslenska tónlist.
  • Einar Kárason rithöfundur flytur hátíðarræðu.
  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn flytur íslenska tónlist.
  • Forseti Alþingis afhendir verðlaun Jóns Sigurðssonar forsteta.
  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn flytur lag í tilefni sumardagsins fyrsta.

Léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá.

 

Verðlaun Jóns Sigurðssonar 2015 afhent.

Árið 2015 hlaut Sigríður Eyþórsdóttir, stjórnandi íslenska kvennakórsins í Kaupmannahöfn viðurkenningu Jóns Sigurðurssonar. Hér er hún ásamt dóttur sinni og forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnsyni.

 

Allir velkomnir.