• Jón Siguðrsson, mynd Hlynur Pálmason

16.4.2019

Hátíð Jóns Sigurðssonar

Á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl n.k., verða verðlaun Jóns Sigurðssonar veitt í 12. sinn. Verðlaun Jóns Sigurðssonar eru veitt konu, manni eða félagasamtökum sem unnið hafa verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. 

Eftirfarandi hafa hlotið verðlaun Jóns Sigurðssonar: 

  •  2018 Tryggvi Ólafsson 
  •  2017 Annette Lassen 
  • 2016 Dansk - Islandsk Samfund 
  • 2015 Sigríður Eyþórsdóttir 
  • 2014 Bertel Haarder 
  • 2013 Erling Blöndal Bengtsson 
  • 2012 Dr. phil. Pétur M. Jónasson 
  • 2011 Frú Vigdís Finnbogadóttir 
  • 2010 Søren Langvad 
  • 2009 Erik Skyum - Nielsen 
  • 2008 Guðjón Friðriksson 

 Dagskráin hefst kl. 16.30 

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis setur hátíðina og afhendir verðlaun Jóns Sigurðssonar. Karlakórinn Hafnarbræður flytur nokkur lög undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, flytur hátíðarræðu. 

Veittar verða léttar veitingar að lokinni dagskrá 

 Allir velkomnir

Vinsamlegast látið vita af komu með tölvupósti til halla@jonshus.dk