• Á prjónunum

14.1.2016

Húfur úr íslenskri ull

Á prjónakvöldi Garnaflækjunnar í Kaupmannahöfn í janúar voru prjónar húfur úr íslenskri ull. Ákveðið var að helga fyrsta prjónakvöldi ársins í húfuprjón. 

IMG_3313

Það var víst aðeins og mikil bjartsýni að hægt væri að prjóna eina húfu á svona prjónakvöldi, þar sem mikið er talað. En sem betur fer voru nokkrar búnar að fitja upp á húfu heima, og nokkar komu með húfur sem þær voru búnar að prjóna.  Síðan hafa húfur verið að berast í Jónshús. Enn er hægt að koma með húfur. Nú erum við búnar að prjóna 31 húfu.

 

Center Fasan

Hælisleitendur munu svo njóta góðs af þessum húfum.  Við höfðum samband við Rauða krossinn,  og starfsmaður Rauða krossins benti okkur á að hafa samband  við Center Fasan út á Dragør. Það er kalt í Kaupmannahöfn og kuldi í kortunum svo þau taka fagnandi á móti hlýjum húfum. 

Mánudaginn 18. janúar munum við fara með húfurnar til hælisleitanda út á Dragør.

Nánar um prjónaklúbbinn Garnaflækjan.