26.11.2021

Íslenskur jólamarkaður sunnudaginn 5. desember frá kl. 13 - 16.

Líkt og undanfarin ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri að selja eigin hönnun, handverk, íslenska hönnun eða eitthvað matarkyns. Lista- og handverksmenn hafa boðað komu sína og verður því mikið og fjölbreytt úrval á boðstólum. Þetta er tilvalið tækifæri til að koma í Jónshús og skoða og fá sér heitt kakó, jólaglögg og eplaskífur og jafnvel kaupa eitthvað íslenskt og fallegt. Alllir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Á jólamarkaðnum þetta árið má meðal annars finna

Barnaföt, boli, bókina um Sælu, dúkkuföt, flatkökur með hangikjöti, föðurland, handmálaða leirvasa, íslandsklukku, jólaföndur,  jólasveina, jólasveinaspil, jólaskraut, Jón í lit, keramik, kerti, kort, leggins, málverk, skartgripi, spil og Sörur.

Veitingasala verður í umsjá Íslendingafélagsins þar verður hægt að kaupa heitt kakó með rjóma, kaffi, jólaglögg og eplaskífur.