• Kammerkórinn Staka

10.12.2015

Jólatónleikar Stöku 15. desember

Þriðjudaginn 15. desember heldur kammerkórinn Staka jólatónleika í Apostelkirken í Kaupmannahöfn.

Nánar um viðburðinn.

Banner

Staka er blandaður íslenskur kammerkór sem starfar í Kaupmannahöfn. Kórinn er  með aðstöðu í Jónshúsi og æfir þar alla þriðjudaga. Kórinn var stofnaður haustið 2004. Staka hefur komið fram á ýmsum tónleikum og uppákomum við góðar undirtektir. Fastir liðir í kórstarfinu eru þátttaka í kóramóti íslenskra kóra erlendis og kóramótum íslenskra, færeyskra og grænlenskra kóra í Kaupmannahöfn (NAK). 

Rundetaarn

Kórmeðlimir Stöku eru að jafnaði um 16 íslenskir söngvarar sem flestir hafa sungið í kórum frá blautu barnsbeini. Margir hafa einhverja söng- eða tónlistarmenntun sér að baki. Verkefnaval  Stöku er mjög fjölbreytilegt þó með megináherslu á nýlega tónlist. Það er eitt af markmiðum Stöku að kynna íslenska tónlistarmenningu í Danmörku.