6.9.2021

Jónshús í 50 ár

Afmælishátíð í JónshúsiÞann 12. september 2020 átti Jónshús 50 ára starfsafmæli. Nú ári síðar langar okkur að minnast þessa áfanga og því verður haldið upp á daginn þann 11. september 2021.
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, setur hátíðina kl. 16.00. Á dagkrá eru tónlistaratriði og árleg afhending verðlauna Jóns Sigurðssonar, sem samkvæmt venju á sér stað sumardaginn fyrsta, en í ár verða þau veitt á 50 ára afmælishátíð hússins.Á sal Jónshúss verða veggspjöld sem sýna brot úr sögu hússins, en auk þess verða til sýnis margar ljósmyndir úr starfi hússins ásamt sögum og myndum af því þegar Jónshús hefur verið í fréttum.Sett verður upp aðstaða fyrir utan húsið þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki.Vonumst við til að flestir leggi leið sína í Jónshús og fagni með okkur.Húsið við Øster Voldgade númer 12, sem í dag heitir Jónshús, er þó töluvert eldra 50 ára, því það var byggt árið 1852 og er því 168 ára. Sama ár og húsið var byggt fluttu hjónin Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir í húsið, í íbúðina á 3ju hæð.
Árið 1966 var húsið í eigu Carls og Johanne Sæmundsen, en einmitt það ár gáfu þau Alþingi Íslands húsið í minningu Jóns og Ingibjargar. Við athöfn 12. september 1970 var húsið formlega tekið í notkun sem félagsmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn, innréttuð var fræðimannsíbúð á 2. hæð og jafnframt sett upp sýningu um Jón og Ingibjörgu á 3ju hæðinni.
#jónshúsí50ár