30.5.2016

Kaffispjall!

Á morgun þriðjudag 31.maí hittist hópur á bókasafninu sem á það sameiginlegt að vera í atvinnuleit.  

Anna Kristín Magnúsdóttir leiðir þennan hóp.  Það getur verið einmannalegt að vera í atvinnuleit.  Að hittast yfir kaffibolla er gott tækifæri fyrir okkur Íslendinga sem eru í atvinnuleit  að hittast og spalla. Anna Kristín segir að það sem ýtti henni af stað með þenna hóp er að enginn kann eða veit allt, en allir kunna og vita margt, og saman erum við sterkari. Hér gefst tækifæri til að ræða atvinnuleit, umsóknarskrif, ferilskrárgerð, Jobcenter, A-kassann, og svo allt annað sem fólki dettur í hug.

Ekki boðið upp á ráðgjöf sem slíka en hér getum við gefið hvert öðru ráð.

Í Jónshúsi fáum við okkur kaffi og höfum þetta eins og hentar í hvert skipti.

Tilvalið er að koma með sína pappíra og tölvu og hjálpast að.

Allir velkomnir, engin binding.

Hópurinn heitir „Íslendingar í atvinnuleit íDanmörku“ og stefnan er að hittast á bókasafninu í Jónshúsi annan hvern þriðjudag kl.11:30.

Næsti hittingur er á morgun þriðjudag 31.maí.