20.9.2018

Krílasöngur

Tónlistarstund fyrir ungabörn 3-12 mánaða verður haldin í Jónshúsi á fimmtudaginn kl 11. Við syngjum saman og dönsum fyrir börnin okkar við íslenska tónlist. Það krefst engrar sér kunnáttu að syngja fyrir börnin- fyrir þitt barn er þín rödd fegurst! 
Rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist örvar m.a. tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Kíkið við á fimmtudaginn og það er að sjálfsögðu ÓKEYPIS.