4.10.2023

Kvenna Listavefur sýnir í Jónshúsi

Listakonurnar sem kalla sig Kvenna Listavefur halda sýna aðra samsýningu í Jónshúsi eru:

Sköpunin og lífsheimspekin hefur tengt þær saman frá upphafi. Þær búa í sitthvoru landinu en tala saman vikulega á alnetinu og hafa gert það síðan í júlí 2021. Samtölin eru þeim innblástur. Þær eu ekki gamlar vinkonur, heldur hafa þær kynnst í gegn um þessa vinnu. Vinskapur þeirra tilkomin vegna listarinnar og endurspeglar þann kvenlega veruleika þar sem tilfinningar, líf og list renna saman.Hægt er að fylgjast með þeim á facebook síðu hópsins hér  þar sem þær birta verk sín og verk í vinnslu.

Velkomin á opnun föstudaginn 13 október klukkan 18 til 21 (menningarnótt ). Sýningin er opinn til 16. nóvember . Sýningin er opin á opnunartíma Jónshúss 
Opnunartíma þri. – fös: 11.00 – 17.00 lau. – sun: 10.00 – 16.00.