• Kvennakórinn

3.2.2016

Kvöldvaka Kvennakórsins í Kaupmannahöfn heppnaðist vel

Á mánudagskvöldið stóð Kvennakórinn í Kaupmannahöfn fyrir kvöldvöku, þar sem kórinn söng nokkur ný og gömul dægurlög við undirleik harmonikkuleikarans Helgu Kristbjargar.  Það er óhætt að segja að það sé mikið af hæfileikaríkum konum í kórnum sem kunna fleira en að syngja, nokkrir kórfélagar spiluðu á hin ýmsu hljóðfæri, einnig sungu nokkrar einsöng og ein las nokkar örstuttar þjóðsögur sem var einkar vel til fundið á kvöldvöku.

Gestir létu rok og rigningu ekki koma í veg fyrir að mæta á staðinn, gæða sér á léttum veitingum og hlusta á skemmtilegan söng.

Hér eru nokkrar myndir frá kvöldvökunni.