2.6.2024

Móðurmálsskólinn í Kaupmannahöfn

Kæru foreldrar og forráðamenn

Skráning er hafin í Móðurmálsskóla Kaupmannahafnar fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Öll börn

Börn sem eru búsett í Kaupmannahöfn og eru að byrja í 0.bekk haka við, að þau vilji kennslu í íslensku (í sínu móðurmáli) og eiga trygga skráningu. Annað gildir um þá sem eru utan Kaupmannahafnar þau þurfa að skrá sig í gegnum skólann sinn (sína kommunu). Þetta kostar ekki fyrir nemendur, en bæjarfélögin borga fyrir þá sem eru annarsstaðar frá. Best er að gera þetta fyrir miðjan júní.

Kennsla fer fram á þriðjudögum í Jónshúsi kl.15 -18, (í vetur voru það tveir hópar 0.-2.bekkur og 3.-8.bekkur, sem gerði það að kennsla fór fram annan hvorn þriðjudag og svo komu auka dagar sem var t.d. farið á safn, eða jólapiparkökudagur einn laugardag fyrir jólin..ofl.

Svo er kennsla á miðvikudögum frá kl.15 - 17 úti á Amager SIB Skolen pa Islands Brygge.

Ath. Ætlast er til að barnið skilji íslensku, að það sé mál sem það heyrir reglulega. Kennslan fer fram á íslensku.

Ef þið viljið fá að vita meira varðandi skráningu á barni eða e.h. er óljóst varðandi skráningu á barni. Þá getið þið haft samband við Anouk ritara Móðurmálsskólans í Kaupmannahöfn (Tove DitIevsens Skole).

Googlið, Modermålsskolen i København Modersmålsskolen (aula.dk) þar eru upplýsingar um skráningu og líka fyrir þá sem tilheyra annari kommunu.

Kærar kveðjur Marta Sævarsdóttir, kennari í íslensku hjá Móðurmálsskólanum