• Kammerkórinn Staka

16.10.2018

Nordisk lys i mørket

Hvert haust leggst þungt myrkur yfir norðurlöndin. Eins þekktar og ótrúlegar ljósasýningar norðurhvelssumarsins eru er einnig alkunna að hin myrka árstíð krefst af þolendum sínum mikillar þolinmæði og útsjónarsemi.
Við tendrum ljós í myrkrinu, vermum okkur við eldinn og skáldum orð og tóna sem hjálpa okkur með sinni tregafullu fegurð að þrauka gegnum myrka tíma.

Haustið 2018 hefur íslenski kammerkórinn Staka safnað saman tónlist frá norðurlöndunum sem fjallar um hið djúpa myrkur í náttúrunni og sálinni, sem þrátt fyrir allt kemst ekki hjá því að vera uppljómað af þrjóskukenndri birtu ljóss og vonar.

Með nýja færeyska stjórnanda sinn Tóru Vestergaard í farteskinu rannsakar Staka fagra tóna frá norðurlöndunum - Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum.

Nánar um viðburðinn hér.