13.3.2012

Framundan í Jónshúsi

Prjónanámskeið  í Jónshúsi

Langar þig að læra að prjóna eða langar þig að prófa eitthvað nýtt, þá er þetta námskeið fyrir þig.

Námskeið hefst miðvikudaginn 14. mars.

Í fyrsta tímanum er prjónuð prufa/prufur. Einnig fá nemendur aðstoð við að finna spennandi prjónaverkefni. Næstu 5 vikur vinnur hver að sínu prjónaverkefni og fær aðstoð við þær spurningar sem upp koma og þau vandamál sem verða á vegi. 

Auk þess að vinna að eigin verkefni verður hægt að gera fjöldan allan af prufum.

Kennari: Halla Benediksdóttir.

Ég er handavinnukennari frá Kennaraháskóla Íslands og er að nema handavinnu hér í Kaupmannahöfn. Hef kennt konum og körlum að prjóna  m.a. í  prjónaskóla Tinnu, menntaskólum og grunnskóla.

Kennt á miðvikudögum frá kl. 18:00 til 21:00

Jónshús Øster Voldgade 12, 1350 København K

Alls 6 miðvikudaga.

Verð 900 kr.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 40571480, hallaben@live.com

Prjónaaðstoð í Jónshúsi

Laugardaginn 24.mars

Frá kl. 11-15

Vantar þig aðstoð við að:

byrja á peysu, sokkum, vettlingum og trefli. Gera hæ og þumal, sauma í saumvél,  klippa fyrir lista,  lykkja saman og margt fleira.

Opið hús í Jónshúsi þar sem hægt er að fá aðstoð gegn vægu gjaldi.

Kennari: Halla Benediksdóttir.

Ég er handavinnukennari frá Kennaraháskóla Íslands og er að nema handavinnu hér í Kaupmannahöfn. Hef kennt konum og körlum að prjóna  m.a. í  prjónaskóla Tinnu, menntaskólum og grunnskóla.

Jónshús Øster Voldgade 12, 1350 København K

Verð 50 kr.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 40571480, hallaben@me.com

Kjötsúpukvöld

Kjötsúpukvöld ÍFK  í Jónshúsi laugardaginn 24. apríl kl. 18.30

“Íslensk kjötsúpa – það besta sem ég fæ...” Gildir það einnig um þig? Skelltu þér þá á miða og borðaðu eins og þú getur í þig látið af kjötsúpu í góðum félagsskap. Takmarkaður fjöldi miða í boði. Bjór og vín til sölu á staðnum. Í Jónshúsi, laugardaginn 24. mars 2012. Húsið verður opnað kl. 18:30. Miðapantanir á vef Íslendingafélagsins  http://www.islendingafelagid.dk/

ICELANDAIRvist

ICELANDAIRvist föstudaginn 30. mars kl. 19.30 í Jónshúsi

Páskaeggjabingo

Páskaeggjabingó ÍFK í Jónshúsi sunnudaginn 1. apríl kl. Sjá nánar á vef Íslendingafélagsins http://www.islendingafelagid.dk/

Bach messa

Bach messa  í Ballerupkirke á föstudaginn langa 6. apríl kl. 14.00. Staka syngur og kórstjóri er Stefán Arason.

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta í Skt. Pálskirkju á Páskadag kl. 13.00

Prestur              sr. Ágúst Einarsson,

Organisti           Mikael Due

Söngur               STAKA

Kórstjóri            Stefán Arason

Kaffihlaðborð

Kaffihlaðborð í Jónshúsi á Páskadag kl. 14.00 – 16.00