4.3.2014

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna:
8. mars í Jónshúsi

Að venju verður haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í Jónshúsi.

Húsið opnar kl. 18.30.
Kvennakórinn annast sölu á bökum, salati og drykkjum.

Dagskráin hefst kl. 19.30.
Rannsóknarstofnun í  Jafnréttismálum við H.Í. og Jafnréttisstofa héldu málþing á dögunum í Reykjavík um þátttöku kvenna í sveitastjórnum með yfirskriftinni : „Að eiga orðið“

Einn af fyrirlesurunum  á málþinginu Rósa B. Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í velferðarráðuneytinu flytur erindi:
Kynjaskekkja í íslenskum stjórnmálum, "Í prófkjörum skipta reglur engu helvítis máli"

Í síðustu kosningum hafa konur verið um helmingur frambjóðenda á listum stjórnmálaflokkanna en þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum og eiga þess vegna minni möguleika á kjöri en karlar. Þá sýna töluleg gögn að konur staldra skemur við í stjórnun sveitarfélaga en karlar. Í fyrirlestrinum fjallar Rósa um samspil þeirra ólíku þátta sem geta haft áhrif á röðun einstaklinga á framboðslista stjórnmálaflokka. Byggt er á kenningum femíniskra stofnanakenninga og leitast við að skýra áhrif ómiðstýrðs kerfis framboðsmála hjá íslenskum stjórnmálaflokkum á stjórnmálaþátttöku kvenna og karla. Fyrirlesturinn byggir á eigindlegum hluta doktorsverkefnis Rósu um áhrif fyrirgreiðslustjórnmála á lýðræðisþróun og kynbundin valdatengsl sem hefur m.a að markmiði að varpa ljósi á samspil þeirra fjölmörgu þátta sem áhrif hafa á framboðsmál stjórnmálaflokka.

Umræður og fyrirspurnir.

Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn sér um sönginn.    Allir velkomnir.