31.10.2015

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn sunnudaginn 1. nóvember verður með Hrekkjavökuþema. Allir krakkar (einnig foreldrar ef þeir vilja) koma í búning.

Vera, Ásta, Katrín, Snædís og Sr. Ágúst minna á sunnudagaskólann í Jónshúsi, Øster Voldgade 12, sunnudaginn 1.nóvember kl. 13:00. Að þessu sinni ætlum við að hafa HALLOWEEN stund og í tilefni af því mega allir krakkar (einnig foreldrar ef þeir vilja) koma í búning. Við komum til með að heyra sögu, syngja saman, sjáum Nebba og einnig hafa Rebbi og Mýsla lofað að koma í heimsókn til okkar. Ætli Rebbi mæti líka í búningi ?

Eftir stundina bjóðum við uppá hressingu af kaffiborðinu okkar og krakkarnir fá tækifæri til að klippa út Halloween grímur og lita.

Söngur, gleði og gaman J

Hægt er að fá nánari upplýsingar um safnaðarstarf kirkjunnar í Danmörku á www.kirkjan.dk. Einnig erum við með facebooksíðu Íslenska Kirkjan Danmörku

Við hlökkum til að sjá ykkur

Vera, Ásta, Katrín, Snædís og Sr. Ágúst