13.9.2010

Opnun á sýningu Tryggva Ólafssonar á Norðurbryggju

Á Norðurbryggju, menningarhúsi Íslendinga í Kaupmannahöfn, opnaði í gær sýning á verkum Tryggva Ólafssonar, en á sýningunni er að finna verk hans frá undanförnum 25 árum. Fjöldi fólks mætti á opnunina, meðal annars margir vina Tryggva frá tíma hans í Danmörku, en Tryggvi og eiginkona hans voru búsett í Kaupmannahöfn í fjölda ára. Opnunarræða sýningarinnar var flutt af Peter Poulsen, sem las m.a. ljóð úr safni Einars Márs Guðmundssonar fyrir Tryggva.

Flest verkin á sýningunni koma frá Myndlistarsafni Tryggva Ólafssonar á Neskaupsstað, en einnig hafa verið fengin að láni verk í einkaeign.

Sýningin er opin fram til 26. desember í ár.