1.11.2010

Kynning á kosningum til Stjórnlagaþings

Sendiráð Íslands býður til opins fundar í Húsi Jóns Sigurðssonar kl. 19:30 fimmtudaginn 11. nóvember nk., þar sem gerð verður grein fyrir tilhögun kosninga til Stjórnlagaþings 27. nóvember nk., helstu stefnumálum frambjóðenda og fyrirhuguðu fyrirkomulagi starfa þingsins. Allir áhugasamir eru velkomnir.