12.5.2011

Starfsaðstaða fyrir Íslendinga í Jónshúsi

Íslendingum og íslenskum lögaðilum boðin ódýr skammtímaleiga á starfsaðstöðu í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn

Stjórn húss Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur ákveðið, í samráði við sendiráð Íslands í Danmörku og Dansk-íslenska viðskiptaráðið, að bjóða Íslendingum og íslenskum lögaðilum ódýra skammtímaleigu á starfsaðstöðu í húsinu. Tilgangurinn er að greiða fyrir íslenskum viðskiptum í Danmörku, ekki síst viðleitni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, til að selja þar vöru og þjónustu. Starfsaðstaðan, sem er á 2. hæð að Østervoldgade 12, felst í vel búinni skrifstofu og fundarherbergi sem er t.d. hægt að nota á viðskiptaferðum og til fámennra viðskiptafunda.

Um notkun þessarar starfsaðstöðu gilda sérstakar reglur og gjaldskrá sem birt er á heimasíðu Húss Jóns Sigurðssonar. Hægt er að fá frekari upplýsingar um aðstöðuna og panta leigutíma með því að senda tölvupóst á netfangið jonshus@mail.tele.dk.