18.1.2012

Frá íslenska söfnuðinum í Kaupmannahöfn

Guðsþjónusta

Messað verður í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 29. janúar kl. 13.00.
Prestur:  Sr. Arna Grétarsdóttir
Organisti: Mikael Due
Kór: STAKA
Kórstjóri: Stefán Arason

Messukaffi í Jónshúsi að lokinni athöfn.


Sunnudagaskólinn

Til vors verður sunnudagaskólinn í Jónshúsi kl. 11.00, 29. janúar, 12. og 26.  febrúar, 11. og 25. mars, 15. og 29. apríl.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem hentar börnum á öllum aldri. Við munum syngja mikið, læra um Jesú, kynnast Hafdísi og Klemma og ekki má gleyma Rebba, Mýslu og fjársjóðskistunni.
Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, djús og kex og krakkarnir fá myndir að lita og límmiða og það gefst gott tækifæri til að spjalla og kynnast.

Þeir sem vilja mega mjög gjarnan koma með eitthvað með kaffinu :)
Vel hefur verið mætt það sem af er vetri og vonum við að svo verði áfram.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Vera, Sandra María og Una

Ef þið hafið spurningar má senda tölvupóst á veragudm@hotmail.com


Fermingarfræðslan

Fermingarfræðsla íslenskra barna í Danmörku fer fram í samstarfi við íslensku söfnuðina á Norðurlöndum. Íslenskir prestar í Svíþjóð og Noregi annast fræðsluna ásamt aðstoðarfólki.

Fermingarfræðslan er fjórskipt:

  1. Fermingarbarnabúðir á Åh Stiftsgård í Svíþjóð að hausti og vori. Þar fer fram kennsla og börnin njóta útiveru og góðrar samveru.
  2. Heimaverkefni sem fermingarbörnin leysa og senda niðurstöður í tölvupósti til viðkomandi prests.
  3. Þátttaka í guðþjónustum í íslenskum og/eða í dönskum kirkjum
  4. Fermingafræðsla í tengslum við guðsþjónustur Íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn.

Fermingarmótin á Åh stiftsgård eru mikilvægur upphafs- og lokaþáttur fermingarfræðslunnar. Þau eru haldin í september- og maímánuði. Þar gefst börnunum gott tækifæri til að kynnast hvert öðru og kennslutímar hafðir með öllum hópnum.
Verkefnin leysa börnin með aðstoð kennslubókarinnar „Bókin um Jesú" og Nýja testamentisins. Gídeonfélagið á Íslandi hefur gefið börnunum Nýja testamentið.
Skráning og umsjón með fermingarfræðslunni í Danmörku hefur Lárus Guðmundsson (larus@brostu.dk eða 22 13 18 10).

Dagsetningar fyrir fermingarfræðsluferðir til Åh Stiftsgård eru eftirfarandi:
Árið 2011/2012: 23-25. sept. 2011 og 11-13. maí 2012
Árið 2012/2013: 28-30. sept. 2012 og 3-5. maí 2013
Árið 2013/2014: 28-30. sept. 2013