1.2.2012

Þorrablót 2012

Súrsað stuð, Stand-up, Svartidauði og Sólsveitin!

Þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn, Norðurbryggju og Icelandair verður haldið á Norðurbryggju á Christianshavn laugardaginn 11. febrúar kl. 19.00. Hér verður á borðum hefðbundinn Þorramatur með öllu tilheyrandi, en að borðhaldi loknu verður haldið ekta sveitaball þar sem Sverrir Bergmann og Sólsveitin skemmta. Veislustjóri verður Unnar Theodorsson, uppistandari (með meiru).

Miðasala fer fram á www.politikenbillet.dk/nordatlanten, en miðaverð er 350/400 kr.

(Taka skal fram að veislan verður haldin í einum sal í þetta sinn... jú, við lærum af reynslunni... Þannig að ef að stemningin var góð í fyrra verður hún helmingi betri í ár!).

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Íslendingafélagsins og Norðurbryggja