• Bryndís Jóna

17.12.2015

Núvitund í Jónshúsi

Námskeið í janúar

Ertu að leita leiða til að stuðla að eigin vellíðan og velgengni í leik og starfi? Þá gæti núvitund (mindfulness) verið eitthvað fyrir þig.

 

Hvort sem þú ert að takast á við krefjandi verkefni sem reyna verulega á þig eða vilt einfaldlega fá enn meira út úr lífinu þá getur núvitund verið góð leið fyrir þig.

Á undanförnum árum hefur áhugi á núvitund aukist mjög í hinum vestræna heimi og er svo komið að heilbrigðiskerfi, fyrirtæki, skólar og almenningur er í auknu mæli að nýta núvitund til að takast á við fjölbreyttar áskoranir.

Opinn kynningarfundur verður miðvikudaginn 20. janúar 2016 frá kl 18 – 19.15 .

Á kynningarfundinum verður farið í hvað felst í núvitund, hvað rannsóknir sýna að ávinninningur núvitundar er fyrir fólk á öllum aldri og veitt innsýn í hvernig megi koma núvitund inn í daglegt og erilsamt líf. 

Skráning á viðburðinn

Allir velkomnir og ókeypis inn.

Námskeið

Námskeiðið sjálft mun vera tvær helgar, 30. til 31. janúar og 6. til 7. febrúar frá kl 10.00 – 13.00, sam tals 12 klst.,  að auki verður opinn tími í byrjun mars. 

Námskeiðið byggir á Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT) og er skipulagt í samræmi við metsölubókina Finding Pea ce in Frantic World eftir Mark Williams og Danny Penman. Áhersla er lögð á að ná tökum á streitu daglegs lífs og eru sambærileg námskeið mjög vinsæl í Bretlandi, á Íslandi og víðar. Námskeið hafa verið haldin fyrir breska þingmenn, starfsmenn heilbrigðiskerfisins í Bretlandi, háskólafólk, kennara og almenning. Á Íslandi hafa námskeiðin verið haldin fyrir almenning, starfsfólk ýmissa fyrirtækja og skóla. Vinnubókin Velkomin í núið fylgir. Námskeiðið er átta lotur, tvær kenndar á hverjum degi.

Námskeiðið kostar 1800 dkr.  Námskeiðið hentar bæði þeim sem ekki þekkja neitt til núvitundar sem og þeim sem gera það en vilja rifja upp og koma sér í góðan gír á nýju ári.

Hvað er núvitund? Núvitund hjálpar okkur að veita lífi okkar og líðan á hverri stundu vakandi athygli. Með núvitund þá leggjum við okkur fram við að vera andlega og líkamlega til staðar á þeirri stundu sem er að eiga sér stað.

 

Með einföldum leiðum æfum við okkur í að veita hugsunum okkar og tilfinningum meðvitaða athygli, hvort sem þær eru góðar eða slæmar.

Við æfum okkur í því að meðtaka, viðurkenna og finna fyrir því sem er hér og nú í stað þess að festast um of í áhyggjum af fortíð eða framtíð.

Fjölmargar rannsóknir sýna að ástundun núvitundar eykur vellíðan og velgengni. Núvitund er öflug leið til að draga úr streitu, kvíða og þunglyndi, efla samskiptahæfni og styrkja ónæmiskerfið. Núvitund er áhrifarík leið til að takast á við krefjandi áskoranir daglegs lífs.

Nánar má lesa um ávinning núvitundar og fleira tengt núvitund á www.nuvitundarsetrid.is

Kennari er B ryndís Jóna Jónsdóttir, hún hefur lokið diplómanámi á masterstigi í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.ed í grunnskólafræðum.

Bryndís Jóna hefur sótt þjálfun í núvitundarkennslu til Bangor háskóla í Wales, farið á námskeið um núvitund og stjórnun (mindful leadership) við Institute for Mindful leadership í NY, fengið þjálfun hjá Breathworks í London í núvitund og heilsu, sótt masterclass hjá Oxford háskóla auk þess að hafa kennsluréttindi til að kenna og þýða breskt námsefni í núvitund fyrir 11-18 ára einstaklinga. Þá hefur hún nýlega lokið við að skrifað íslenskt námsefni í núvitund fyrir efstu bekki grunn- og framhaldsskóla.

Bryndís Jóna hefur haldið fjölmörg námskeið, vinnustofur og fyrirlestra um núvitund fyrir fólk á öllum aldri.

Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið má senda á netfangið   bryndisjona@nuvitundarsetrid.is eða hringið í síma 4275 8525.