• Baldursbra

13.12.2016

Ný barnabók og ævintýraópera í Jónshúsi

Ný barnabók og ævintýraópera í Jónshúsi

Þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 17.00 mun Gunnsteinn Ólafsson lesa upp úr barnabók sinni Baldursbrá í Jónshúsi. Bókin byggir á samnefndri ævintýraóperu hans og Böðvars Guðmundssonar. Með bókinni fylgir DVD-diskur þar sem horfa má á uppfærslu á óperunni sem gerð var í Hörpu vorið 2015. Þegar horft er á sýninguna er hægt að velja skjátexta á íslensku eða lesa hann í danskri, enskri, þýskri, ungverskri eða franskri þýðingu. Bókin og óperan henta börnum frá 3ja til 12 ára aldurs.

Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og hljómsveitarstjóri stundaði tónlistarnám í Ungverjalandi og Þýskalandi. Hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Háskólakórnum og kennir við tónlistardeild

 LHÍ og við Tónlistarskólann í Reykjavík.