6.10.2019

„Öðruvísi útvaldir synir. Hinsegin kynverund og róttækar hugmyndir hjá einum árgangi íslenskra stúdenta á 19. öld.“

Fræðimaður segir frá
Þorsteinn Vilhjálmsson sem nú dvelur í Jónshúsi.
Þriðjudaginn 8. október kl. 17.00
Allir velkomnir.

„Öðruvísi útvaldir synir. Hinsegin kynverund og róttækar hugmyndir hjá einum árgangi íslenskra stúdenta á 19. öld.“

Í stúdentsárgangi Lærða skólans árið 1882 voru nokkrir menn sem ekki passa inn í hina hefðbundnu ímynd 19. aldar skólapilta. Jafnan hafa þeir haft á sér íhaldssaman stimpil sem „landsins útvöldu synir“ sem leiddu þjóðina til sjálfstæðis og upphófu hefðbundin íslensk gildi. En þegar kafað er ofan í skjöl þeirra og dagbækur fæst önnur og áhugaverðari sýn.

Í þessu erindi verður fjallað um nokkra róttæka, öðruvísi og hinsegin skólapilta, þar á meðal Ólaf Davíðsson, Gísla Guðmundsson og Brynjólf Kúld, og nýjar heimildir um þá kynntar.

Þorsteinn Vilhjálmsson er sjálfstætt starfandi fræðmaður hjá ReykjavíkurAkademíunni. Hann hefur MA-gráðu í fornfræði við University of Bristol og hefur einkum lagt stund á sögu kynverundar.

Allir velkomnir