• Vel mætt á jólafundinn í desember 2015
    Garnaflækjan

5.1.2016

Prjónakaffi 7.janúar

Nú er kominn vetur í Kaupmannahöfn.  Konurnar í prjónaklúbbnum Garnaflækjunni ætla á fyrsta prjónakvöldi ársins  að breyta út af vananum og prjóna húfur.
Við ætlum að prjóna húfur, sem síðan verða gefnar, ekki er búið að ákveða hvert húfurnar fara. Vonandi náum við að fjölmenna svo hægt verði að prjóna margar húfur. 

Allir velkomnir.

Hér hugmynd af húfu.

7.jan

Léttlopi ca. ein dokka í húfuna.

Fitja upp 80 L á hringprj nr 4. Prjóna 10 umf stroff 1 sl, 1 br.
Skipta yfir á prjóna nr 4 1/2. Úrtaka eftir ca 20 cm.

Úrtaka:
1. Úrtaka: * 1 sl, prj 2 L saman *,
3 umf sléttprj.
2. Úrtaka: * Prj 2 L sl saman*
2 umf sléttprj.
3. Úrtaka: Prjóna 2 L sl saman þar til 5-6 L eru eftir á prjónunum.
Slítiðmfrá og dragið endann í gegnum L.
Ganga vel frá lausum endum.

Allir velkomnir.