Sigrún Eldjárn sýnir í Jónshúsi
Sigrún Eldjárn sýning í Jónshúsi
Opnun laugardaginn 24. janúar 2026 kl 15:30
Sigrún Eldjárn sem nú er fræðimaður í Jónshúsi opnar sína fjórðu einkasýningu í Jónshúsi á laugardaginn.
Hér er á ferðinni Myndræn skrásetning á mikilvægum smáatriðum á gömlum Íslendingaslóðum Kaupmannahafnar. Skraut, áferð, skilti, veggir, gluggar, áletranir og höggmyndir sem ekki hafa breyst síðan íslenskir stúdentar og fleiri landar voru þar á sveimi á síðustu öldum. Smáatriði sem við höfum enn fyrir augunum.
Þessi smáatriði tengja nútíð og fortíð á fallegan hátt.
Myndirnar eru gerðar með vatnslitum og blýanti í janúar 2026.

Sigrún Eldjárn er einn vinsælasti barnabókarithöfundur Íslands. Í Jónshúsi er til mikið af bókum hennar.
Fyrsta sýning Sigrúnar í Jónshúsi var árið 1984 þá sýndi hún grafíkmyndir.
Vorið 2017 voru það vatnslitamyndir þar sem viðfansefnið voru þau heiðurshjón Ingibjörg Einarsdóttir og Jón Sigurðsson auk nokkurra mynda sem fjölluðu um Bertel Thorvaldsen.
Í árið 2020 var það fjallkonan okkar sem er viðfangsefnið.
