26.6.2019

Söngfélagið Góðir grannar heldur tónleika í Jónshúsi

Söngfélagið Góðir grannar er 16 manna sönghópur frá Íslandi sem hefur sungið saman í mörg ár, sönghópurinn á 20 ára starfsafmæli í ár. 

Hópurinn hlakkar til að koma í Jónshús.  Dagskráin er fjölbreytt. Þau ætla flytja lög eftir íslensk tónskáld m.a. eftir Björk Guðmundsdóttur. Einnig verða á dagskránni erlend lög af ýmsum toga. Hlökkum til að sjá ykkur.

Nánar um viðburðinn hér.