• Róbert, Haraldur, Guðný, Sveinbjörg, Katla, Emma og Helgi

5.11.2019

Sveinbjörg Kristjánsdóttir nýr formaður Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn 2019 var haldinn 30. október í Jónshúsi.

Endurkjörin í stjórn voru Emma Magnúsdóttir, Haraldur Páll, Helgi Valsson, Katla Gunnardóttir og Sveinbjörg Kristjánsdóttir. Ný í stjórn eru Guðný Matthíasdóttir og Robert Halbergsson. Einar Arnalds Jónsson og Sólhildur Svava Ottesen gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Stjórn Íslendingafélagins þakkar þeim Einari og Sólhildi fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar var haldinn mánudaginn 4. nóvember þar skiptu stjórnarmenn með sér embættum sem hér segir:

  • · Sveinbjörg Kristjánsdóttir formaður
  • · Guðný Matthíasdóttir, varformaður
  • · Emma Magnúsdóttir, gjaldkeri
  • · Katla Gunnarsdóttir, ritari
  • · Róber Halbergsson, stjórnarmaður
  • · Haraldur Páll og Helgi Valsson, varmenn

Framundan er Jólatombóla í Jónshúsi , jólaball á Norðurbryggju og skötuveisla í Jónshúsi.