19.2.2025

Tarotspil norrænna goðsagna

Laugardaginn 22. febrúar mun Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur, teiknari og höfundur Tarotspila norrænna goðsagna, segja frá tilurð spilanna og táknmáli þeirra í Jónshúsi í Kaupmannahöfn kl. 14 - 16 . Verið öll velkomin!

Aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. Tarotspil norrænna goðsagna verða til sölu á staðnum. Spilin er einnig hægt að kaupa og fá heimsend á bokabeitan.is.

Kristín Ragna hefur lengi verið hugfangin af norrænum goðsögnum og mörg verka hennar spretta úr þeim brunni. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands, er með BA-próf í bókmenntafræði og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Verk hennar hafa verið tilnefnd til margskonar verðlauna og hún hefur hlotið Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin í tvígang fyrir bækurnar Örlög guðanna og Hávamál. Kristín Ragna hefur einnig hannað og teiknað nokkra myndrefla sem byggjast á Íslendingasögum m.a. Njálurefilinn.